Skipholt 2, 806 Selfoss
49.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
3 herb.
84 m2
49.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2017
Brunabótamat
39.600.000
Fasteignamat
37.200.000

Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir eignina lögbýlið Skipholt 2, 806 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 234-6095 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þ.m.t. 18,7 ha eignarlandi.

Um er að ræða eignina lögbýlið Skipholt 2 Bláskógabyggð, sem er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-6095, birt stærð 84.6 fm. Lögbýli. Húsið er timburhús, klætt að utan með bárujárni.

Skiptist eignin þannig:
Gengið er inn í rúmgóða forstofu sem er flísalögð.
Opið er á milli eldhús og stofu og er geymsla inn af eldhúsinu.
Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi, sem nýtist einnig sem þvottahús.
Tvö þokkaleg svefnherbergi eru í eigninni.
Parket er á gólfi allstaðar fyrir utan forstofu og baðherbergi, sem eru flísalögð.

Rafmagnskynding er í húsinu. Ljósleiðari hefur verið tekinn inn í húsið en þar er einnig gott 4G/5G samband.

Tveir braggar eru á jörðinni fylgja með; annar 15 fermetrar hinn 30 fermetrar. Lítill geymsluskúr og smá hænsnakofi verða tekin burt áður en eignin verður afhent. Lóðin kringum húsið er ekki endanlega frágengin, þar eru sóknarfæri fyrir skapandi menn.

Landspildan er að langmestu leyti mýrlend og sumstaðar mjög blaut þó víðast sé ágætlega fært um. Um 4 hektarar eru framræstir og ræktaðir og hafa verið nýttir sem tún síðustu ár. Nokkur hundruð fermetra skógræktar-reitur er á landareigninni, mest barrtré, plantað á árunum 2016-2019. Spildan er afmörkuð frá öðrum jörðum í kring með girðingum og skurðum

Skoðunarskylda kaupanda og upplýsingaskylda seljanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 50.000 auk vsk. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Allar nánari upplýsingar hjá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar s. 416-2220 – Eyravegi 15, 800 Selfoss

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.