Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir eignina Litli-Klofi lóð B3 o
g Litli Klofi lóð C3, í Rangárþingi Ytra, Hellu. Lóð B3 með fastanúmer 230-9503 er 4,5 ha að stærð og á henni stendur 21,3 m2 bjálkahús, en lóð C3 með fastanúmer 234-2710 er 4,3 ha. Lóðirnar liggja skammt frá landvegi, norðan við Skarð í Landsveit. Eignirnar eru seldar með öllu því sem þeim fylgir og fylgja ber.Húsið sem stendur á lóð B3 er 21,3 m2 bjálkahús byggt 2010 – skráð í FMR sem gestahús. Bætt hefur verið við húsið viðbyggingu, og er húsið því alls rúmlega 40 m2 - Lokaúttekt á eftir að fara fram. Um ræðir snyrtilegt bjálkahús, klætt og einangrað að hluta að utan með vatnsklæðningu. Upphitað með kamína en einnig rafmagnskynding. Geymsla er áföst húsinu, hefur verið nýtt sem hnakkageymsla. Sólpallur er umhverfis húsið.
Húsið skiptist í alrými með eldhúsi og svefnaðstöðu, flísar á gólfum. Í viðbyggingu er rúmgott salerni með upphengdu wc og sturtu, flísar á gólfum. Jafnframt hefur verið bætt við stofu/ sjónvarpsherbergi aftan við húsið, með parketi á gólfum, og sér inngangi.
Landið er vel gróið og frá þvi gríðarlega fallegt útsýni til allra átta, m.a til Heklu, Þríhyrnings og Eyjafjallajökuls til austurs, en Skarðsfjalls til vesturs. Um ræðir gott beitiland, sem gefur möguleika á því að vera með nokkra hesta á svæðinu, en einnig er þetta ákjósanlegt byggingarland.
Skoðunarskylda kaupanda og upplýsingaskylda seljanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 50.000 auk vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Allar nánari upplýsingar hjá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar s. 416-2220 – Eyravegi 15, 800 SelfossNánari upplýsingar veitir Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209