Opið hús: 23. september 2023 kl. 13:00 til 14:00.Opið hús: Fossvegur 4, 800 Selfoss, Íbúð merkt: 01 0401. Eignin verður sýnd laugardaginn 23. september 2023 milli kl. 13:00 og kl. 14:00. Vinsamlegast skráið ykkur í opið hús með því að senda tölvupóst á
[email protected] eða hringið í síma 695-6134
Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir eignina Fossvegur 4, 800 Selfoss, nánar tiltekið eign merkt 01-401, fastanúmer 226-1936 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi og bílastæði 01-B11 í bílakjallara.
Um er að ræða eignina Fossvegur 4, íbúð 401, er 135,9m
2 íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi á Selfossi með lyftu. Húsið er klætt að utan með blárri og hvítri ál klæðningu. Bílastæðakjallari er í eigninni og fylgir bílastæði í kjallara eigninni. Einnig er rúmgóð geymsla í kjallaranum. Gengið er inn um sameiginlegan stigagang að eigninni á jarðhæð. Íbúðin telur 3 svefnherbergi en búið er að opna eitt herbergið og stækka stofuna sem hægt væri að breyta auðveldlega til baka fyrir fjórða svefnherbergið. Íbúðin er á tveimur hæðum en á neðri hæðinni er eldhús, stofa og svefnherbergi. Á 2. hæð eru tvær geymslur, 2 svefnherbergi og rými/sjónvarpshol sem hægt væri að breyta í 3 svefnherbergið á efri hæð. 2 svalir eru í íbúðinni á sitthvorri hæðinni.
Skipti koma til greina á minni eign.
Í eigninni er starfandi húsfélag og stendur til að skipta um dyrasímakerfi í húsinu. Sú framkvæmd er samþykkt og verður greidd úr framkvæmdarsjóði skv. yfirlýsingu húsfélags frá 6. febrúar 2023
Að innan telur eignin:Forstofa: Flísar á gólfi og fataskápur
Stofa: rúmgóð stofa og borðstofa
Eldhús: Viðarlituð eldhúsinnrétting
Baðherbergi: Hvítar flísar á gólfi, sturtuklefi og pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Þrjú svefnherbergi: eru með parketi á gólfi.
Bílakjallari: Bílakjallari er í eigninni og fylgir bílastæði.
Skoðunarskylda kaupanda og upplýsingaskylda seljanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 50.000 auk vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Allar nánari upplýsingar hjá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar s. 416-2220 – Eyravegi 15, 800 SelfossNánari upplýsingar veitir Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209