Jörðin, Meiðavellir 0, 671 Kópasker, ásamt öllum byggingum sem á henni eru, og öllu sem henni fylgir og fylgja ber að engu undanskildu.
Fastanúmer eignarhluta: 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857, 216-5857.
Jörðin Meiðavellir stendur á vesturbarmi Ásbyrgis og er milli 8-900 hektarar að stærð. Búið er að hnitsetja landamerki Meiðavalla og þjóðgarðs (skógarlína) og suðurmörk jarðar. Önnur merki eru skýrt tekin fram á landamerkjabréfum. Víðsýnt er frá jörðinni til vesturs, norðurs og austurs.
Á jörðinni er gríðarstór sjálfsprottinn birkiskógur sem er á náttúruminjaskrá ríkisins. Í gegnum hann á þremur stöðum liggja gamlir vegslóðar sem nýttir eru sem göngu- og reiðleiðir. Allir slóðar tengjast báðu megin skógarins. Austasti vegslóðinn liggur með veggjum Ásbyrgis og upp á bjargbrúnina við botn Ásbyrgis og tengist inn á aðrar gönguleiðir í þjóðgarðinum. 250 hektarar af skóginum tilheyra þjóðgarðinum og þ.á.m. austasti vegslóðinn.
Jörðin hentar líka einstaklega vel undir hrossarækt/hrossabúskap þar sem ótal magnaðar reiðleiðir liggja um svæðið bæði innan sem utan jarðar. Á jörðinni hefur verið starfrækt lítil ferðaþjónusta síðan 2018 við gott orðspor og velgengni. Þrjú lúxus 27m
2 stúdíóhús standa á vesturbarminum sem býður upp á glæsilegt útsýni. Áhersla hefur verið lögð á “Slow travel” ferðamanninn sem og prívat gesti sem dvelja á staðnum. Einnig er starfrækt skutlþjónusta fyrir göngufólk innan þjóðgarðsins. Um 43 hektarar af túnum eru á jörðinni sem ekki hafa verið slegin í þó nokkur ár. Mikið hreinsunarstarf hefur átt sér stað á jörðinni undanfarin ár en þó nokkur vinna sé enn fyrir höndum.
Drónamyndband af jörðinni: https://www.instagram.com/p/C_z5wLts2u_/
Húsbyggingar á jörðinni:1. Íbúðarhús byggt 1930 á þremur hæðum 123,2m
2 (kjallari, hæð, ris) auk viðbyggingar, 35.4m
2, byggt 1973. Heildarstærð húsnæðisins er því samkvæmt fasteignaskrá 158,6 m
2. Á aðalhæð er eldhús, stofa og svefnherbergi. 3 svefnherbergi eru í risi. Í viðbyggingu er anddyri, baðherbergi og þvottahús. Búið er að byggja við húsið viðbótartimburviðbyggingu en þar er bakdyrainngangur, góð þvottaaðstaða og lítil geymsla/búr. Kjallari er hrár en er að sömu stærð og skipulagi og aðalhæð en lofthæð þar er um 185 cm.
Húsið þarfnast mikillar endurnýjunar að utan og innan:Ljósleiðari er tengdur inn og búið er að einangra og drena kjallarann að utanverðu.
3ja fasa rafmagn er komið inn en á eftir að tengja í töflu.
Endurnýja þarf allt rafmagn og setja upp nýja töflu.
Endurnýja þarf þak og glugga sem og að einangra hús að utan.
Setja þarf upp varmadælu í húsið.
2. Hlaða skráð 208,3 m2 samkvæmt fasteignaskrá byggð 1988. Mikil lofthæð er sem býður upp á margskonar nýtingu.
3. Tveir gamlir súrheysturnar tæpir 13 m2. Annar staðsettur við hlið íbúðarhúss, hinn við hlið hlöðu. Býður upp á ýmsa möguleika.
4. Gömul steypt vélageymsla byggð 1951, skráð 40,6 m2. Ástand hússins er ekki gott en tækifæri til ýmissar uppbyggingar/endurnýjunar.
5. Þrjú 27m
2 stúdíóhús/ferðaþjónustuhús byggð 2018. Í góðu standi en kominn tími á eðlilegt viðhald.
Á jörðinni er hvorki vatnsveita né hitaveita. Jörðin situr á svokölluðu köldu svæði.Milli íbúðarhúss og hlöðu er 40 metra fóðruð borhola sem sér jörðinni fyrir ferskvatni. Holan hefur ekki verið mæld en seljandi hefur aldrei orðið var við truflun á vatnsmagni. Í Kelduhverfi er mest allt ferskvatn neðanjarðar.
Hér er um gríðarlega spennandi jörð að ræða sem býður upp á mikla möguleika og þá sérstaklega með tilliti til ferðaþjónustu. Dettifossvegur liggur í gegnum jörðina og tengist inn á þjóðveg 85 sem er hluti af Norðurstrandaleið (Arctic Coast Way). Gríðarlega mikið útsýni er á jörðinni og víðsýnt til flestra átta þar sem t.d. miðnætursólin skartar sínu fegursta á sumrin, ágúst birtan er einstök og norðurljósin njóta sín á veturna.
Segja má að staðsetning jarðarinnar sé einstök m.t.t. ferðaleiða til allra átta:1. Dettifossvegur – Hljóðaklettar – Dettifoss – Mývatn – Hálendið.
2. 40 mín. akstur á Húsavík – Hvalaskoðun – Sjóböðin o.fl.
3. 40-50 mín. akstur út á Melrakkasléttu – Raufarhöfn – Heimskautsgerðið – Nyrðstu oddar og þorp landsins.
4. 2-4 km akstur inn í Ásbyrgi.
Kvaðir og önnur eignarbönd:
Eignarheimild seljanda /seljenda sjá afsal með þinglýsingarnúmeri:
447-L-002447/2016 .
Kvaðir: Land neðan þjóðvegar er í umsjón Landgræðslunnar sem uppgræðsluland, ágreiningur hefur verið um eignarhald á því.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Nánari upplýsingar veita Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209 eða Kristófer Ari Te Maiharoa, lögfræðingur og nemi til löggildingar fasteignasala [email protected] s: 416-2223, gsm: 695 6134