Eyrarbraut 26, 825 Stokkseyri
71.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
184 m2
71.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
78.550.000
Fasteignamat
61.500.000

Um er að ræða einbýlishús á Stokkseyri við Eyrarbraut 26. Eignin skiptist í íbúð sem er 138,7m2 og bílskúr sem er 45.3m2, samtals 184m2 samkvæmt skráningu þjóðskrár Íslands. Húsið er byggt árið 1972 og bílskúrinn árið 1975 úr holstein. Húsið var múrað að nýju að utan að mestu leyti í vetur. Búið er að skipta um flesta glugga í eigninni en t.a.m. voru nýir gluggar settir í eldhúsið í byrjun árs 2024. Þá er gluggi í hjónaherbergi, forstofuherbergi og lítill gluggi í stofu í pöntun.    
Skipt var um þak, timbur og járn, árið 2010 og árið 2014 var skipt um hluta af vatnslögnum og settir nýjir ofnar í húsið.

Mikið búið að endurnýja og sinna viðhaldi undanfarið ár. 

Skipulag eignar: Forstofa, stofa, gangur, eldhús með búri, þvottahús, 4 svefnherbergi, baðherbergi og bílskúr.

Eignin hefur verið tæmd og er laus strax við kaupsamning. Vinsamlegast bókið skoðun á eigninni hjá Kristófer - [email protected]
 
Nánari lýsing:
Forstofa:  Lítil forstofa þegar komið er inn í húsið með fataskáp. Flísar á gólfi. Svefnherbergi inn af forstofunni. Nýr gluggi í pöntun.
Gangur: Flísalagður gangur
Stofa: Rúmgóð stofa með aðgengi að hellulagðri verönd. Skipt var um svalahurð og stóra gluggan árið 2012. Nýr gluggi í pöntun í stofu.
Verönd: Hellulögð verönd í þokkalegu standi.
Eldhús: Viðarlituð innrétting er í eldhúsi með hvítri borðplötu og hvítar flísar á vegg milli skápa og borðs á innréttingu. Inn af eldhúsi er rúmgott búr sem verður dúklagt á næstu dögum. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Flísar á gólfi og veggjum. Baðkar og sturta.
Svefnherbergi: 4 svefnherbergi eru í húsinu en eitt herbergið var stækkað og tekin niður veggur á milli. Hægt að færa aftur í upprunalegt form en hurðargatið er nýtt sem bókahilla í dag.
Þvottahús:  Innrétting frá 2021, með hækkun fyrir þvottavél og þurrkara, og einnig var skipt um útihurð úr þvottahúsi.
Garður: Stór og fínn garður með hvítri timburgirðingu. 
Bílskúr: Rúmgóður 45m2 bílskúr. Skipt um alla glugga árið 2023.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Nánari upplýsingar veita Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209  eða Kristófer Ari Te Maiharoa, lögfræðingur og nemi til löggildingar fasteignasala [email protected] s: 416-2223, gsm: 695 6134

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.