Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir í einkasölu eignina Borgarrimi 8. Vel skipulögð endaíbúð í raðhúsi í byggingu í Reykholti. Íbúðin er 88m2 að stærð með fjögur herbergi, þvottahús og baðherbergi. Eignin skilast fullbúin að innan og utan og verður tilbúin til afhendingar í október.Eignin Borgarrimi 8 íbúð 103 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign 253-5222, birt stærð 88,6 fm.
Um er að ræða i 88,6m
2 endaíbúð í 3 íbúða raðhúsi í Reykholti. Að utan er eignin klædd með grárri láréttri, viðhaldslausri, bárujárnsklæðningu og gluggalistum úr svörtu áli. Að innan skilast eignin fullbúin með gólfefnum og innréttingum frá Parka. Möl í bílaplani, meðfram gafli hússins og fyrir aftan hús. Lóð verður þökulögð. Á gólfum verður ljóst harðparket í öllum rýmum nema votrýmum. Í þvottahúsi og baðherbergi eru gráar flísar á gólfi og gráar flísar í walk-in sturtuklefa á baðherbergi. Baðherbergisinnrétting með spegli frá Parka, walk-in sturta og upphengt salerni. Loftræsting í eigninni.
Að innan skiptist eignin í anddyri, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og eldhús og stofu í einu alrými. Útgegnt í garð úr stofunni. Fataskápar í svefnherbergjum og anddyri. Hljóðvistardúkur í lofti með innfelldri led lýsingu. Hiti í gólfi. Í eldhúsi er fullbúin eldhúsinnrétting frá Parka, með innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél, ofni og spanhelluborði á eldhúseyju. Gert ráð fyrir sætum fyrir 2-3 við eldhúseyjuna.
Athugið að myndir sem birtast hér við eignina er af annarri svipaðri íbúð en innréttingar og gólfefni verða með sambærilegu sniði og sést á myndunum.
Nánari upplýsingar veitir Kristófer Ari Te Maiharoa Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 6956134, tölvupóstur [email protected].
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 55.000 + vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
Nánari upplýsingar veita Kristófer Ari Te Maiharoa, lögfræðingur og löggilltur fasteignasali [email protected] s: 416-2223, gsm: 695 6134 eða Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali [email protected] - s: 416 2220 - gsm: 894 3209